Fyrsti sunnudagur eftir páska

 Sunnudagurinn 1. maí er fyrsti sunnudagur eftir páska. Lestrar dagsins, bæn og sálmur eru á vefnum.

Auglýsing um framlagningu kjörskrár vegna vígslubiskupskosningar í Skálholtsumdæmi 2011

Kjörstjórn við vígslubiskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 818/2000, með síðari breytingum, samið kjörskrá vegna vígslubiskupskjörs í Skálholtsumdæmi. Á kjörskrá eru 149.

Kjósa þarf að nýju til vígslubiskups í Skálholti, kjörstjórn segir af sér

Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar tók kæru vegna kosninga til embættis vígslubiskups í Skálholti fyrir á fundi sínum 26. apríl sl. Niðurstaða yfirkjörstjórnar var sú að fella hinar kærðu kosningar úr gildi og að kosið skyldi að nýju. 

Bregðumst við fátækt

Á mesta velferðarskeiði Íslandssögunnar jókst misskipting í landinu. Eftir hrun hefur mistekist að verja hag þeirra sem minnst mega sín. Útilokað er að lifa af lægstu launatöxtum eða örorkubótum og atvinnuleysi er mikið. Fátækt hefur aftur numið land á Íslandi. 

Veglegir styrkir til kærleiksþjónustu kirkjunnar

Vinna með atvinnulausu ungu fólki, leiklistarstarf unglinganna í kirkjunni og vinnuskóli fyrir unglinga eru meðal verkefna á sviði kærleiksþjónustu kirkjunnar sem verða styrkt á þessu ári. 

LH hrósar lúterskum í Japan fyrir skipulagða neyðarhjálp

Martin Junge, framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandins (LH) sendi lúterskum í Japan bréf í kyrruviku til að hrósa lúterskum kirkjum í Japan og sýna þeim stuðning vegna hjálparstarfa þeirra eftir jarðskjálfta og tsunami þann 11. mars síðastliðinn.

Annar páskadagur

 Mánudagurinn 25. apríl er annar páskadagur. Lestrar dagsins, bæn og sálmur eru á vefnum.

Sigur lífs og vonar

Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni! Við verðum að geta kallað það besta fram í hvert öðru. Til þess þurfum við að leggja okkur öll fram í agaðri samræðu af sanngirni og virðingu fyrir náunganum.

Lesa páskaprédikunina á trú.is

Páskadagur

Sunnudagurinn 24. apríl er páskadagur. Lestrar dagsins, bæn og sálmur eru á vefnum. 

Föstudagurinn langi

 Föstudagurinn 22. apríl er föstudagurinn langi. Lestrar dagsins, bæn og sálmur eru á vefnum.